Dagur/The Artist
Eftir meira en þrjá áratugi í grafískri hönnun og auglýsingum heldur Dagur Hilmarsson sína fyrstu einkasýningu á málverkum.
ENDURFÆÐING/REBIRTH er yfirskrift sýningar á 18 akrýlverkum sem sýnd eru á Mokka Skólavörðustíg frá 28/11/24-15/01/25. Myndirnar málaði Dagur sem hluti af bataferli frá krabbameini í tungurót sem hann greindist ítrekað með á árunum 2014 til 2020. Líkt og krabbameinið eru verkin óútreiknanleg og fara sínu fram án þess að biðja um leyfi. Þau eru vitni um lífskraftinn sem í okkur býr og við getum alltaf glaðst yfir, sama hvað tautar og raular.
Dagur Hilmarsson hóf feril sinn árið 1990 á auglýsingastofunni Argusi hjá föður sínum Hilmari Sigurðssyni, grafískum hönnuði og stofnanda stofunnar. Hann lærði grafíska hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1995. Sama ár stofnaði hann með Berki Arnarsyni hönnunarstofuna Myndasmiðju Austurbæjar, sem á stuttum tíma gat sér gott orð fyrir ferska nálgun í verkum sínum, m.a. fyrir Listahátíð og La Primavera. Árin 1996 til 2007 vann Dagur á Góðu fólki og Ennemm við hönnun og stjórn auglýsingaherferða fyrir marga af stærstu auglýsendum landsins. Árið 2007 tóku Dagur og Þorsteinn Guðmundsson höndum saman við að hjálpa símafyrirtæki, sem þá var í burðarliðnum, að búa til Stærsta skemmtistað í heimi, og fylgdu því eftir með farsælum árangri til ársins 2013.
Síðasta áratuginn hefur Dagur unnið sjálfstætt sem grafískur hönnuður. Hugur hans hefur lengi leitað í ljóðagerð og myndlist, þó lítið af verkum hans hafi komið fyrir sjónir almennings þar til nú.
…………
After more than three decades in graphic design and advertising, Dagur Hilmarsson is holding his first solo exhibition of paintings.
REBIRTH/ENDURFÆÐING is the title of an exhibition of 18 acrylic paintings on display at Mokka Reykjavík from November 28, 2024, to January 15, 2025. The paintings were created by Dagur as part of his recovery process from tongue root cancer, which he was repeatedly diagnosed with between 2014 and 2020. Much like the cancer itself, the works are unpredictable and follow their own course without asking for permission. They bear witness to the life force within us all—something we can always celebrate, no matter the circumstances.
Dagur Hilmarsson began his career in 1990 at the advertising agency Argus, founded by his father, Hilmar Sigurðsson, a graphic designer. He studied graphic design at the Iceland Academy of the Arts and graduated in 1995. In the same year, he co-founded the design agency Myndasmiðja Austurbæjar with Börkur Arnarson, which quickly gained a strong reputation for its fresh approach to design. From 1996 to 2007, Dagur worked at two advertising agencies, designing and managing advertising campaigns for many of Iceland's largest advertisers. In 2007, Dagur partnered with his friend Þorsteinn Guðmundsson to assist a fledgling telecom company, known as Nova, which they successfully followed up on until 2013.
Over the past decade, Dagur has worked independently as a graphic designer. His passion for poetry and visual art has long been present, although few of his works have been shown to the public until now.